-->

100 málstofur og 450 erindi

Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin í Hörpu dagana 7. og 8. nóvember. Tilgangurinn með ráðstefnunni er fyrst og fremst að stuðla að farsælli þróun íslensks sjávarútvegs á hlutlausan og uppbyggjandi hátt.

„Sjávarútvegsráðstefnan stuðlar að faglegri og fræðandi umfjöllun um sjávarútveg og er vettvangur fyrir samskipti allra þeirra sem koma að greininni,“ segir í frétt frá ráðstefnuhöldurum.

Sjávarútvegsráðstefnan 10 ára

Sjávarútvegsráðstefnan 2019 er tíunda ráðstefna vettvangsins og við erum stolt að hafa náð þessum áfanga. Í tilefni afmælisins verður ráðstefnan með veglegasta móti, málstofur hafa aldrei verið fleiri og vonumst við til að allir finni eitthvað við sitt hæfi.

Fleiri taka þátt í skipulagningu

Á fyrstu ráðstefnum Sjávarútvegsráðstefnunnar var það stjórn félagsins sem skipulagði málstofur. Nú á síðustu árum hafa fleiri tekið þátt í skipulagningunni og er von okkar þannig verði efnisval fjölbreyttara.

Málstofur

Að þessu sinni verða málstofurnar tæplega tuttugu í þremur ráðstefnusölum. Í byrjun september verður dagskrá birt með heiti allra erinda og fyrirlesurum. Jafnframt verða fleiri viðburðir kynntir í haust.

Sjávarútvegsráðstefnan 2010–2018 – samantekt

  • Um 100 málstofur, flestar um markaðsmál
  • Rúmlega 450 erindi
  • Um 350 einstaklingar hafa flutt erindi
  • Um 82% fyrirlesara aðeins einu sinni með erindi
  • Konur um 22% fyrirlesara – nokkuð sem þarf að bæta
  • Konur rúmlega 50% málstofustjóra
  • Skráðir þátttakendur 700–800 á síðustu árum
  • Í stjórn félagsins hafa setið 35 manns

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Lítil frávik í íshlutfalli

Fiskistofa birtir hér niðurstöður vigtunar m.t.t. íshlutfalls hjá þeim vigtunarleyfishöfum þar sem veiðieftirlitsmenn Fiskistofu h...

thumbnail
hover

Rækjuveiðar hafnar í Djúpinu

Rækjuveiðin í Ísafjarðardjúpi hófst í síðustu viku. Halldór Sigurðsson ÍS fór þrjá róðra og að sögn Alberts Haraldssonar...

thumbnail
hover

Úthlutun byggðakvóta fyrir Flateyri frestað

Byggðastofnun hefur ákveðið að fresta úthlutun aflamarks á Flateyri og veita umsækjendum færi á því að uppfæra umsóknir. Ákv...