-->

100 málstofur og 450 erindi

Sjávarútvegsráðstefnan verður haldin í Hörpu dagana 7. og 8. nóvember. Tilgangurinn með ráðstefnunni er fyrst og fremst að stuðla að farsælli þróun íslensks sjávarútvegs á hlutlausan og uppbyggjandi hátt.

„Sjávarútvegsráðstefnan stuðlar að faglegri og fræðandi umfjöllun um sjávarútveg og er vettvangur fyrir samskipti allra þeirra sem koma að greininni,“ segir í frétt frá ráðstefnuhöldurum.

Sjávarútvegsráðstefnan 10 ára

Sjávarútvegsráðstefnan 2019 er tíunda ráðstefna vettvangsins og við erum stolt að hafa náð þessum áfanga. Í tilefni afmælisins verður ráðstefnan með veglegasta móti, málstofur hafa aldrei verið fleiri og vonumst við til að allir finni eitthvað við sitt hæfi.

Fleiri taka þátt í skipulagningu

Á fyrstu ráðstefnum Sjávarútvegsráðstefnunnar var það stjórn félagsins sem skipulagði málstofur. Nú á síðustu árum hafa fleiri tekið þátt í skipulagningunni og er von okkar þannig verði efnisval fjölbreyttara.

Málstofur

Að þessu sinni verða málstofurnar tæplega tuttugu í þremur ráðstefnusölum. Í byrjun september verður dagskrá birt með heiti allra erinda og fyrirlesurum. Jafnframt verða fleiri viðburðir kynntir í haust.

Sjávarútvegsráðstefnan 2010–2018 – samantekt

  • Um 100 málstofur, flestar um markaðsmál
  • Rúmlega 450 erindi
  • Um 350 einstaklingar hafa flutt erindi
  • Um 82% fyrirlesara aðeins einu sinni með erindi
  • Konur um 22% fyrirlesara – nokkuð sem þarf að bæta
  • Konur rúmlega 50% málstofustjóra
  • Skráðir þátttakendur 700–800 á síðustu árum
  • Í stjórn félagsins hafa setið 35 manns

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Ljúffeng lúða

Lúða er ljúffengur fiskur, sem elda má á ótal vegu og alltaf er hún góð svo fremi sem hún sé fersk. Hér kemur uppskrift sem er b...

thumbnail
hover

Byrjaði 15 ára á Barða NK

Maður vikunnar er Norðfirðingur. Einn af aflasælustu skipstjórum landsins, sem mokar upp kolmunna, makríl, síld og loðnu, þegar kv...

thumbnail
hover

Ólafur Marteinsson nýr formaður SFS

Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Ramma hf. á Siglufirði var kjörinn formaður stjórnar Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á a...