100 störf í Bolungarvík vegna línuívinunar

Deila:

Skýrsla um áhrif línuívilnunar sýnir að línuívilnunin gaf um 100 störf í Bolungavík og Ísafjarðarbæ á ári á árunum 2008/09 til 2017/18. Á landsvísu skilaði þessi ákvörðun 300-400 störfum árlega frá því hún var tekin upp 2003/04 að undanskildu fyrsta árinu og því síðasta 2017/18.

Línuívilnun var tekin upp með lögum árið 2003.  Veitt var heimild til dagróðrabáta sem veiddu á línu sem beitt var í landi að landa 16% og síðar var það aukið í 20%, umfram þann afla í þorski, ýsu og steinbít sem reiknast til aflamarks þeirra. Í greinargerð með tillögu meirihluta sjávarútvegsnefndar kemur fram að markmið línuívilnunar sé að styrkja og efla útgerð og fiskvinnslu í sjávarbyggðum.

Það var RR ráðgjöf sem vann skýrsluna að beiðni samtaka sjávarútvegssveitarfélaga.

Línuívilnunin var lengst af 6.375 tonn hefur verið lækkuð síðustu tvö fiskveiðiár, fyrst um 15% og nú síðast um 29% og er komin niður í 3.445 tonn. Þykir ljóst m.a. vegna vaxandi fjölda beitningavélabáta að handbeitning sé ekki lengur samkeppnishæf og að óbreyttu muni hún líða undir lok.

Fram kemur í skýrslunni að það eru tiltölulega fá sveitafélög sem hafa nýtt sér línuívilnunina umfram önnur. Síðustu 10 fiskveiðiár hefur 22% af ívilnunni farið til útgerða í Bolungavík. Ísafjarðarbær er í þriðja sæti með 11,25%. Í veiðiheimildum er línuívilnunin 11.420 tonn til Bolungavíkur á 10 árum og 5.884 tonn til útgerða í Ísafjarðarbæ.

Línuívilnun jafngildir ókeypis úthlutun á verðmætum sem hægt er að meta til verðs samkvæmt upplýsingum um verð á aflamarki sem Fiskistofa birtir. hefur árlegt verðmæti ívilnunarinnar farið upp í nærri 1,7 milljarða króna og er metið á si’asta fiskei’i+ari nærri 700 milljónir króna.

Um 100 ársverk

Í skýrslunni er lagt mat á fjölda starfa sem urðu til vegna úthlutunar línuívilnunarinnar og eru þau fyrir Bolungavík frá 44 til 77 störfum á ári og fyrir Ísafjarðarbæ frá 23 – 36 stöf. Samtals eru þetta flest árin um 100 störf sem linuívilnunin leiddi af sér. Síðasta fiskveiðiár eru þau hins vegar komin niður í 37. Sýnt er í skýrslunni að þessi störf höfðu góð áhrif á skatttekjur sveitarfélaganna og íbúaþróun.

Þrátt fyrir fækkun starfanna eru enn þýðingarmikil og skýrsluhöfundur varar við því að leggja línuívilnun af nema til komi mótvægisaðgerðir  fyrir þann hóp fólks sem hefur lífsviðurværi af beitningu og þau sveitarfélög þar sem línuívilnun hefur verið nýtt.

Endurskoðun stendur yfir

Á vegum sjávarútvegsráðherra er nefnd starfandi undir forystu Þórodds Bjarnasonar sem á að skila hugmyndum um það hvernig skuli nýta skuli þessa veiðiheimildir.

Í skýrslunni eru reifaðar hugmyndir um að sveitarstjórninran fá aflaheimildirnar og leigi þær og að andvirði leigunnar verði nýtt til atvinnuuppbyggingar í viðkomandi byggðarlögum.

Segir þar orðrétt:

„Í samtölum við aðila í sjávarútvegi, bæjarstjóra Bolungarvíkurkaupstaðar og fleiri sérfróða aðila komu m.a. fram hugmyndir að aðgerðum til að mæta minnkandi áhrifum línuívilnunar á atvinnusköpun með því að láta sveitarstjórnum í té aflaheimildir sem þær gætu leigt frá sér og nýtt fjármagnið til atvinnuuppbyggingar eða að Byggðastofnun leigði aflaheimildirnar út og nýtti leigutekjur til atvinnuskapandi verkefna í viðkomandi byggðarlögum. Hvort tveggja virðist heimilt samkvæmt gildandi lögum en þyrfti að útfæra í reglugerð. Aðferðirnar hafa þann kost að nýting fjármagnsins myndi ekki einskorðast við atvinnuuppbyggingu í sjávarútvegi og því gæti það nýst til að til að auka fjölbreytni atvinnulífs á viðkomandi stöðum.“

Mynd og frétt af bb.is

Deila: