-->

100 tonn af þorski á tveimur sólarhringum

Ísfisktogarinn Viðey RE er nú í höfn í Reykjavík eftir stuttan túr norður á Vestfjarðamið. Annars voru ísfisktogararnir að veiðum fyrir norðan land í rúman mánuð í sumar og var aflanum landað í Sauðárkróki og honum ekið til vinnslu í Reykjavík.
,,Það er óhætt að segja að það hafi ræst vel úr sumrinu,“ segir Jóhannes Ellert Eiríksson (Elli), skipstjóri á Viðey RE í samtali á heimasíðu Brims.
,, Að vísu hvarf þorskurinn af Vestfjarðamiðum þegar kom fram í júlí en við fórum á eftir honum og það var góð þorskveiði fyrir norðan land í sumar. Reyndar var þorskurinn svo norðarlega að það var oft 10 til 12 tíma sigling inn til Sauðárkróks en það var lítið miðað við siglingartímann suður til Reykjavíkur.“
Ágæt ufsaveiði var á Halanum á Vestfjarðamiðum á sama tíma og þorskurinn hvarf en Elli segir að nú sé þorskurinn aftur að skila sér vestur.
,,Að þessu sinni fórum við í stutta veiðiferð á Halamið og fengum um 100 tonn af þorski á tveimur sólarhringum. Við tókum svo smávegis af karfa út af Snæfellsjökli á bakaleiðinni og þar með var karfakvóti kvótaársins búinn. Það má segja að við höfum verið að stilla okkur af vegna kvótaáramótanna um helgina,“ sagði Elli skipstjóri að lokum.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

60 ár frá komu Óðins

Landhelgisgæsla Íslands, Hollvinasamtök Óðins og Sjóminjasafnið fagnar nú 60 ára afmæli varðskipsins Óðins. Hátíðarkaffi var...

thumbnail
hover

Frá Brussel til Barcelona

Á næsta ári, 2021, munu sjávarútvegssýningarnar Seafood Expo Global og Seafood Processing Global, sem haldnar hafa verið í Brussel u...

thumbnail
hover

Leggja til vörumerkið „Báru“ fyrir sölu...

Sigurlið Vitans – hugmyndakeppni sjávarútvegsins, sem fór fram um helgina, leggur til að Brim leggi áherslu á sjálfbærni ísl...