100 tonn af þorski á tveimur sólarhringum

Ísfisktogarinn Viðey RE er nú í höfn í Reykjavík eftir stuttan túr norður á Vestfjarðamið. Annars voru ísfisktogararnir að veiðum fyrir norðan land í rúman mánuð í sumar og var aflanum landað í Sauðárkróki og honum ekið til vinnslu í Reykjavík.
,,Það er óhætt að segja að það hafi ræst vel úr sumrinu,“ segir Jóhannes Ellert Eiríksson (Elli), skipstjóri á Viðey RE í samtali á heimasíðu Brims.
,, Að vísu hvarf þorskurinn af Vestfjarðamiðum þegar kom fram í júlí en við fórum á eftir honum og það var góð þorskveiði fyrir norðan land í sumar. Reyndar var þorskurinn svo norðarlega að það var oft 10 til 12 tíma sigling inn til Sauðárkróks en það var lítið miðað við siglingartímann suður til Reykjavíkur.“
Ágæt ufsaveiði var á Halanum á Vestfjarðamiðum á sama tíma og þorskurinn hvarf en Elli segir að nú sé þorskurinn aftur að skila sér vestur.
,,Að þessu sinni fórum við í stutta veiðiferð á Halamið og fengum um 100 tonn af þorski á tveimur sólarhringum. Við tókum svo smávegis af karfa út af Snæfellsjökli á bakaleiðinni og þar með var karfakvóti kvótaársins búinn. Það má segja að við höfum verið að stilla okkur af vegna kvótaáramótanna um helgina,“ sagði Elli skipstjóri að lokum.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Einum og mikið af því góða

Beitir NK kastaði á síldarmiðunum austur af landinu um hádegi í gær. Dregið var í um 40 mínútur og reyndist aflinn vera 1.320 ton...

thumbnail
hover

„Áströlsku stelpurnar“ heimsóttu Fáskrúðsfjörð

Undanfarnar tvær vikur hafa tvær konur frá Ástralíu verið í heimsókn á Fáskrúðsfirði. Það er langt ferðalag að ferðast fr...

thumbnail
hover

Taka ákvörðun um makrílbætur á næstu...

Sjávarútvegsfyrirtæki sem fengu minni makrílkvóta úthlutað á árunum 2011 til 2014 en lög gerðu ráð fyrir, bræða nú með sér...