13 ára háseti með félaga sínum á einum hlut

300
Deila:

Maður vikunnar starfar í þeirri atvinnugrein sem mestur vöxtur er í um þessar mundir og hefur hleypt lífi í margar byggðir sem átt hafa í erfiðleikum. Það er að sjálfsögðu fiskeldið. Hann byrjaði að fara á sjó með föður sínum sjö ára gamall og nú er hann að vinna með föður sínum í fiskeldi Arctic Fish.

Nafn:

Ísak Ó. Óskarsson.

Hvaðan ertu?

Patreksfirði.

Fjölskylduhagir?

Giftur með 2 börn.

Hvar starfar þú núna?

Stöðvarstjóri hjá Arctic Fish.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Pabbi er skipstjóri svo ég fór snemma með honum, 7 ára fyrst í dagróður,  þá á netaveiðar í Breiðafirði. Fór svo fyrst sem háseti 13 ára, þá fórum við tveir vinirnir saman og deildum einum hlut. 

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Hvað það er fjölbreytt, allskonar skemmtileg verkefni sem þarf að leysa og maður veit ekki hvað dagurinn býður uppá þegar maður mætir í vinnuna á morgnana.

En það erfiðasta?

Þegar ég vann ennþá út á sjó var það klárlega fjarveran frá  konu og börnum.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Að fá uppsagnarbréf frá útgerðarstjóranum og svo símtal daginn eftir og tilkynnt að ég megi henda bréfinu. En ég ákvað að taka bréfinu bara gildu. 😊

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Það verður að vera Pabbi. Óskar H Gíslason. Ég hef verið svo heppinn að fá að róa mikið með pabba hann er alveg einstakur eins og margir vita. Við rérum saman á dragnót og „skökuðum“ saman á sumrin. Svo vinnum við ennþá saman í laxeldinu í dag.

Hver eru áhugamál þín?

Fótbolti og fjölskyldan.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Góð nautasteik.

Hvert færir þú í draumfríið?

Borabora.

Deila: