
15 milljónir til Maríu Júlíu
Í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar Alþingis er lagt til að Áhugafélags um rekstur Maríu Júlíu BA-36 fái 15 m.kr. til tveggja ára. Skipið er í Ísafjarðarhöfn og bíður þess að unnt verði að ferja það til Húsavikur í slipp.
Undir liðnum Menningarsjóður er gerð er tillaga um 2,5 m.kr. tímabundið framlag til Arnarfjarðar á miðöldum, fornleifauppgraftar að Auðkúlu og um 3 m.kr. tímabundið framlag til Steinshúss á Langadalsströnd í Ísafjarðardjúpi.
Undir fjárveitingu til umhverfismála er gerð er tillaga um 48 m.kr. tímabundið framlag til Samtaka náttúrustofa sem dreifist jafnt til náttúrustofanna átta, þ.e. 6 m.kr. til hverrar. Það þýðir að Náttúrustofa Vestfjarða fær 6 m.kr. viðbótarfjárveitingu á næsta ári.
Til byggðamála gerir meirihlutinn tillögu um tímabundið framlag til sóknaráætlana landshluta 120 m.kr. til að efla atvinnu- og menningarlíf á landsbyggðinni. Á Vestfjörðum er sérstök sóknaráætlun sem kemur þá til með að fá aukið fé. Þá er einnig lagt er til að veita starfsemi atvinnuráðgjafa á landsbyggðinni 40 m.kr. tímabundið framlag sem Byggðastofnun verði falið að ráðstafa.
Frétt og mynd af bb.is
Tengdar færslur
Frumraun Hoffellsins á kolmunnamiðunum
Uppsjávarskipið Hoffell SU er nú á landleið með 2.250 tonn af kolmunna sem fékkst um 100 mílur suður af Færeyjum, að því er seg...
Losuðu dauðan hval
Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði síðastliðinn miðvikudag dauðan hval á Stakksfirði en hann hafði flækst í botnföstu t...
Skagfirðingar mótmæla breytingum á strandveiðikerfinu
Í nýrri ályktun Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar er mótmælt fyrirætlan Svandísar Svavarsdóttur, matvæltráðherra, að hv...