-->

15 milljónir til Maríu Júlíu

Í breytingartillögum meirihluta fjárlaganefndar Alþingis er lagt til að Áhugafélags um rekstur Maríu Júlíu BA-36 fái 15 m.kr. til tveggja ára. Skipið er í Ísafjarðarhöfn og bíður þess að unnt verði að ferja það til Húsavikur í slipp.

Undir liðnum Menningarsjóður er gerð er tillaga um 2,5 m.kr. tímabundið framlag til Arnarfjarðar á miðöldum, fornleifauppgraftar að Auðkúlu og um 3 m.kr. tímabundið framlag til Steinshúss á Langadalsströnd í Ísafjarðardjúpi.

Undir fjárveitingu til umhverfismála er gerð er tillaga um 48 m.kr. tímabundið framlag til Samtaka náttúrustofa sem dreifist jafnt til náttúrustofanna átta, þ.e. 6 m.kr. til hverrar. Það þýðir að Náttúrustofa Vestfjarða fær 6 m.kr. viðbótarfjárveitingu á næsta ári.

Til byggðamála gerir meirihlutinn tillögu um tímabundið framlag til sóknaráætlana landshluta 120 m.kr. til að efla atvinnu- og menningarlíf á landsbyggðinni. Á Vestfjörðum er sérstök sóknaráætlun sem kemur þá til með að fá aukið fé. Þá er einnig lagt er til að veita starfsemi atvinnuráðgjafa á landsbyggðinni 40 m.kr. tímabundið framlag sem Byggðastofnun verði falið að ráðstafa.
Frétt og mynd af bb.is

 

Tengdar færslur

thumbnail
hover

Frumraun Hoffellsins á kolmunnamiðunum

Uppsjávarskipið Hoffell SU er nú á landleið með 2.250 tonn af kolmunna sem fékkst um 100 mílur suður af Færeyjum, að því er seg...

thumbnail
hover

Losuðu dauðan hval

Áhöfn sjómælingaskipsins Baldurs losaði síðastliðinn miðvikudag dauðan hval á Stakksfirði en hann hafði flækst í botnföstu t...

thumbnail
hover

Skagfirðingar mótmæla breytingum á strandveiðikerfinu

Í nýrri ályktun Drangeyjar, smábátafélags Skagafjarðar er mótmælt fyrirætlan Svandísar Svavarsdóttur, matvæltráðherra, að hv...