Uppsjávariðnaður á mannamáli

Deila:

 

Heimasíða Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi vekjur athygli á metnaðarfullri þáttaröð sem N4 sjónvarp hefur unnið að undanfarin tvö ár. Þættirnir nefnast „Auðæfi hafsins – Uppsjávariðnaður á mannamáli“.

Umsjónarmaður þáttanna er Hilda Jana Gísladóttir, sjónvarpsstjóri N4, sem leitt hefur fjölda sjónvarsþátta um íslenskan sjávarútveg. Í þáttunum er fræðst afurðir íslensks uppsjávariðnaðar allt frá hafi, veiðum, vinnslu, markaðssetningu, sölu og neyslu. N4 vinnur þættina í samstarfi við sjávarútvegsbraut Háskólans á Akureyri.

Þættirnir verða frumsýndir á sunnudagskvöldum kl:19:30 frá janúar-apríl 2017 og endursýndir á mánudögum

Hér eru dagsetningar þáttanna:

 

  1. Umhverfi og veiðistjórnun – Hafið og sjálfbærni (1.janúar 2017)
  2. Veiðar á uppsjávarfiskum – Kæling og tækni (15.janúar 2017)
  3. Fiskimjölsiðnaður – Fóður fyrir fiskeldi (29.janúar 2017)
  4. Fiskiðjuverin – Hátækni iðnaður (12.febrúar 2017)
  5. Markaðir og menning – Hvað vilja kaupendur? (26.febrúar 2017)
  6. Afurðir og markaðir – Fiskimjöl, lýsi og fiskeldi (12.mars 2017)
  7. Afurðir og markaðir – Austur Evrópa (26.mars 2017)
  8. Afurðir og markaðir – Asía (9.apríl 2017)

Á myndinni eru: Hörður Sævaldsson, sjávartúvegsfræðingur og lektor HA, Hilda Jana Gísladóttir umsjónamaður þáttaraðarinnar og Elvar Örn Egilsson kvikmyndagerðarmaður. Myndin er tekin á einni stærstu sjávarútvegssýningu heims í Qingdao í Kína.

Þá má einnig nálgast fyrsta þáttinn hér á slóðinni að neðan:

https://youtu.be/SX6xHBLaqiU

 

Deila: