Gamall nótabátur með nýtt hlutverk

Deila:

Gamall nótabátur frá Noregi hefur fengið það hlutverk að flytja lifandi þorsk úr kvíum við Vestur-Grænland til vinnslu í landi. Hann heitir nú Maniitsoq og er í slipp í Færeyjum.

Grænlenska sjávarútvegsfyrirtækið Royal Greenland er eigandi bátsins en hann er skráður í Tromsö í Noregi

Margir bátar stunda þorskveiðar í net úti fyrir bænum Maniitsoq. Þeir færa þorskinn úr netunum í  kvíar sem eru rétt hjá netalögnunum. Kvíarnar eru gerðar af færeysku netagerðinni Vónin og eru 24 fermetrar. Fiskurinn er hafður í þeim í um það bil 10 daga og eftir það verður hold hans þéttara þar sem étur ekkert og því verður hann betra hráefni til vinnslu en ef hann væri unnin beint úr netunum.

Þá kemur Maniitsoq til kastanna og dælir þorskinum úr kvíunum og fer með hann í land til vinnslu í frystihúsi bæjarins. Í fyrra flutti skipið þannig 5.200 tonn af þorski til vinnslu í landi frá fyrsta maí fram í nóvember. Nú er gert ráð fyrir að magnið verði 7.000 tonn. Veiðin er góð og þorskurinn er fínn millifiskur sem hentar vel til vinnslu.

Deila: