Fimm norskir loðnubátar með liðlega 2.200 tonn til Neskaupstaðar

Deila:

Loðnuveiðar norskra báta hafa gengið vel að undanförnu og streyma bátarnir inn á Austfjarðahafnir til löndunar. Í gær og nótt komu fjórir bátar til Neskaupstaðar: Brennholm með 500 tonn, Haugagut með 420 tonn, Gardar með 400 tonn og Nordfisk með 400 tonn. Í dag er síðan Talbor væntanlegur með 500 tonn.

Öll loðnan fer til manneldisvinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar og að sögn Jóns Más Jónssonar, framkvæmdastjóra landvinnslu, er hráefnið miklu betra en það var fyrir nokkrum dögum þegar loðnan var full af átu.
Neskaupstaður höfnin

Myndin er frá Norðfjarðarhöfn í dag. Norsk loðnuskip með afla og heimaskipin bundin vegna verkfalls. Ljósm. Hákon Ernuson

 

Deila: