Sjómenn samþykktu samninginn

Deila:

Samningur Sjómannasambands Íslands var samþykktur með naumum meirihluta. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar var tilkynnt hjá ríkisssáttasemjara klukkan 20:45 í gærkvöldi. Atkvæði fóru þannig að 52,4 prósent samþykktu samninginn en 46,9 prósent greiddu atkvæði gegn honum. Auðir og ógildir atkvæðaseðlar voru átta.

Á kjörskrá voru 2214 og kusu 1189 um samninginn. Kjörsókn var því 53,7 prósent. Já sögðu 623 en nei sögðu 558.

Skipin byrjuðu að halda úr höfn strax í gærkvöldi og búast má við því fáir bátar verði í höfn í dag.

 

Deila: