Oddi fagnar fimmtíu ára afmæli

Deila:

Á þessu ári fagnar Oddi hf. Patreksfirði 50 ára afmæli, en félagið var stofnað í mars 1967 af Jóni Magnússyni og Lilju Jónsdóttur, Hjalta Gíslasyni og Helgu Pálsdóttur og Sigurgeiri Magnússyni.
„Félagið hefur gengið í gegnum margan öldudalinn en hefur ávallt reynt að halda uppi stöðugri starfsemi og þannig tryggt stöðuga vinnu og tekjuöflun. Félagið var stofnað sem fiskvinnsla og hélt því allt til ársins 1990 er félagið hóf sína fyrstu útgerð. Eftir það hefur félagið verið lykilfyrirtæki á Patreksfirði en í dag starfa þar um 75 manns.
Þrátt fyrir langt og erfitt verkfall undanfarnar vikur hefur Oddi og starfsmann þess ákveðið að halda fyrri áætlun og fara saman í skemmtiferð til Tenerife í mars mánuði. Gert er ráð fyrir að í ferðinni verði um 140 manns, starfsmenn, makar og börn.
50 ára afmælis félagsins verður minnst síðar á árinu og gefst bæjarbúum, starfsmönnum og öðrum viðskiptamönnum félagsins tækifæri til að taka þátt í þeim fagnaði,“ segir um þessi tímamót á heimasíðu félagsins.

Deila: