Friðrik ráðinn til HB Granda
Friðrik Friðriksson lögfræðingur hefur verið ráðinn til starfa hjá HB Granda. Friðrik mun sinna mannauðsmálum hjá félaginu.
Ráðning hans er til marks um aukna áherslu félagsins á málaflokkinn. Friðrik hefur undanfarin 10 ár starfað sem lögfræðingur hjá SFS og meðal annars komið að gerð kjarasamninga. Samkomulag er á milli SFS og HB Granda um vistaskiptin og mun Friðrik skipta um starfsvettvang eigi síðar en 1. júlí næstkomandi.