Marel til fyrirmyndar

Deila:

Marel var eitt af tíu fyrirtækjum sem tók við viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum sem afhent var á ráðstefnunni Góðir stjórnarhættir sem fram fór í Hörpu þann 21. mars 2017.

Viðurkenningin er veitt þeim fyrirtækjum sem hafa farið í gegnum formlegt endurmat á stjórnarháttum sem tekur mið af Leiðbeiningum um góða stjórnarhætti sem gefnar eru út af Viðskiptaráði, Samtökum atvinnulífsins og Nasdaq Iceland.

Ráðstefnan er haldin ár hvert af Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti við Háskóla Íslands í samvinnu við Nasdaq Iceland. Tilgangur ráðstefnunnar er að vekja athygli á mikilvægi góðra stjórnarhátta og vinnu íslenskra stjórnarmanna við að efla stjórnarhætti.

 

Deila: