Kap II á netum

Deila:

Kap II VE 7 hefur hafið netaveiðar og kom úr fyrstu veiðiferðinni í gær eftir að hafa farið út nóttina áður. Aflinn var 40 kör af þorski og ufsa og fékkst hann austan við Bjarnarey.

Fyrsta veiðiferðin gekk ágætlega en eitt og annað þarf þó að lagfæra, enda eru komin 10 ár síðan netaveiðar voru síðast stundaðar á skipinu. Kap II hefur undanfarin ár verið varaskip við loðnuveiðar, síðast á árinu 2015.

 

Deila: