Fiskeldi fer vaxandi í heiminum

Deila:

„Um heim allan, þar með talið í okkar heimshluta, er áhersla lögð á aukið fiskeldi. Það er eina leiðin til að mæta aukinni próteinþörf mannkyns. Samt er reynt að halda því á lofti hér á landi að fiskeldi sé á undanhaldi, ekki síst eldi í sjó. Gögn frá FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna segja  okkur annað. Fiskeldi fer vaxandi í heiminum  og mun enn aukast.“

Frá þessu er greint á heimasíðu Landssambands fiskeldisstöðva og segir þar ennfremur:
„Meðfylgjandi mynd varpar skýru ljósi á þetta. Þegar skoðuð er skipting á framboði á fiski í heiminum blasir þetta við:
Árið 1980 var hlutdeild fiskeldisins í heildarframboði á fiski í heiminum 8 prósent, en hlutur fiskveiðanna 92 prósent.
Árið 2014 var hlutdeild fiskeldisins og fiskveiðanna jöfn, 50 prósent hjá hvorum um sig.
Árið 2024 verður fiskur úr fiskeldi, hins vegar orðin mun meiri en veiddur afli, eða 56 prósent a móti 44 prósentum.
Þessar tölur eru byggðar á gögnum frá FAO, Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna.
Við blasir að þessi þróun er óhjákvæmileg. Íbúum heimsins fjölgar, lífskjör í flestum heimshlutum fara batnandi og eftirspurnin eftir fjölbreyttri fæðu eykst því ár hvert.“

Deila: