Sæbjúgu í Saudi Arabíu

Deila:

Það kemur kannski á óvart að finna megi eitt háþróaðasta sjávarútvegsfyritæki heims í eyðimörkinni í Saudi-Arabíu.  NAQUA eða The National Aquiculture Group, sem á íslensku gæti kallast Fiskeldisfyrirtæki þjóðarinnar, kom sér fyrir við strönd Rauða hafsins árið 2000 og hefur frá upphafi notað tæki og hugbúnað frá Marel. Frá þessu er sagt á heimasíðu Marel.

Eldisstöð, veiðar og vinnsla NAQUA nær yfir um 250 km2. Þar er unninn fjöldi tegunda; svo sem Rauðahafslungnafiskur, rækjur, þörungar og sæbjúga. Fyrirtækið getur unnið allt að 100 þúsund tonnum á ári og það selur afurðir sínar út um allan heim.

Árið 2011 fjárfesti NAQUA í nýjum tæknibúnaði og innleiddi Innova framleiðsluhugbúnaðinn í allt framleiðsluferlið. Nú verður ferlið bætt enn frekar og afköstin tvöfölduð.

Samþætt gæðaeftirlit

Fjárfesting NAQUA, bæði í nýjum vinnslu- og pökkunarlínum frá Marel og í Innova pappírslausa gæðastjórnunarkerfinu (QC), er forsenda þessarar gríðarlegu framleiðsluaukningar.

QC kerfið er fullkomlega samhæft pökkunarlínum fyrirtækisins, en þær eru allar sjálfvirkar. Með samhæfingunni er bæði hægt að tryggja rekjanleika afurðanna, allt þar til þeim er pakkað og að tengja gæðaathuganir við rekjanleikakerfi.

Fullkominn rekjanleiki

NAQUA er bæði eldis- og vinnslustöð. Fyrirtækið leggur áherslu á að hægt sé að tengja alla þætti framleiðslu og vinnslu við gæði vöru, rekjanleika og öryggi lífríkisins. Marel skilur þessar áherslur og hefur farið yfir alla þætti ferlisins með yfirstjórn NAQUA, til að tryggja öryggi og 100% rekjanleika.

,,Aðeins það besta er nógu gott þegar framleitt er fyrir kröfuhörðustu viðskiptavini í heimi,” segir Cameron Maclean, forstjóri rækjuvinnslu NAQUA. Þá á hann ekki aðeins við framleiðslu NAQUA heldur einnig tækni- og hugbúnaðinn frá Marel sem notaður er við framleiðsluna.

Rekjanleikakerfi Innova er það háþróaðasta á markaðinum. Það inniheldur m.a. sjálfvirkt rauntímaeftirlit með hverju þrepi framleiðslunnar. Þannig er hægt að rekja ferli hráefnisins í gegnum alla virðiskeðjuna, alveg þar til afurðin hefur verið rétt merkt. Kerfið einangrar hratt og örugglega þau vandamál sem upp kunna að koma og lágmarkar þannig kostnað og umfang við að afturkalla vöru.

Eftirlitskerfi Innova skráir frávik í framleiðslunni og gefur út viðvaranir ef frávik fer yfir fyrirfram ákveðið viðmið. Innova-kerfið kemur því til móts við kröfur NAQUA um rekjanleika og gæði og vel það. Fylgst er með hverjum einasta pakka, frá vigtun, pökkun og þar til kössum er staflað á vörubrettin.

Með Innova Labeling er auðvelt að prenta merkimiða með öllum upplýsingum. Þannig er hægt að rekja ferð afurðarinnar í gegnum hvert einasta skref vinnslunnar. Afrit hvers miða er geymt í gagnagrunni Innov, þannig að hægt sé að fletta upp miðanum; hvort sem hann var prentaður fyrir pakka, kassa eða vörubretti.

Áreiðanlegt gæðaeftirlit

Þegar búið er að stafla vörunni á bretti, athugar Innova hvort allar upplýsingar um gæðaeftirlit séu til staðar. Ekki er hægt að velja vörubrettið til flutnings fyrr en þetta hefur verið staðfest. Ef eitthvað vantar uppá er vörubrettið merkt ,,gæðaeftirlit” og því er ekki sleppt í gegn nema með rafrænni undirskrift frá gæðastjóra.

marel sæbjúgu í Sádí Arabíu

Innova fylgist með nýtingu og afköstum í rauntíma fyrir hvert skref framleiðslunnar. Þannig geta stjórnendur brugðist við um leið og vandamál kemur upp.

Stjórnendur hjá NAQUA geta notað mælaborð Innova til þess að fylgjast með afköstum og meta ástæður sveiflna. Þannig hefur þeim tekist að auka afköstin úr 130 tonnum á dag, í 200 á dag, án þess að gerðar hafi verið aðrar breytingar á verksmiðjunni.

Framleiðni til framtíðar

Nú er markmiðið að ná framleiðslunni upp í 400 tonn á dag. Það gerist í krafti þeirra breytinga sem nú standa yfir. Innova Food Processing Software leikur lykilhlutverk í að tryggja að það markmið náist.

 

Deila: