Sex bjóða sig fram í stjórnarkjöri HB Granda

Deila:

Sex manns bjóða sig fram í kjöri til stjórnar HB Granda hf. á aðalfundi félagsins 5. maí 2017. Fimm þeirra sitja í núverandi stjórn, en það eru, Anna G. Sverrisdóttir. Halldór Teitsson, Hanna Ásgeirsdóttir, Kristján Loftsson og Rannveig Rist. Sjötti frambjóðandinn er Albert Þór Jónsson, en hann hefur ekki setið í stjórn HB Granda áður.
Margfeldiskosning fer fram við stjórnarkjörið með eftirfarandi hætti: Kosið skal á milli einstaklinga. Gildi hvers atkvæðis skal margfaldað með fjölda þeirra stjórnarmanna sem kjósa skal og má hluthafi skipta atkvæðamagni sínu, þannig reiknuðu, í hverjum þeim hlutföllum, sem hann sjálfur kýs, á jafnmarga menn og kjósa skal eða færri. Ef ekki er á atkvæðaseðli getið skiptingar atkvæða á milli þeirra sem þau eru greidd skal þeim skipt að jöfnu.

Núverandi formaður stjórnar HB Granda er Kristján loftsson og varaformaður er Rannveig Rist.

Nánari upplýsingar um frambjóðendur liggja frammi á skrifstofu félagsins og heimasíðu félagsins.

 

 

Deila: