Fiskeldirnemar frá Hólum í heimsókn hjá LF

Deila:

Nemendur í Fiskeldisdeild Háskólans á Hólum, ásamt kennara sínum Ólafi Sigurgeirssyni lektor, litu við hjá Landssambandi fiskeldisstöðva nú á dögunum. Þau voru í kynnisferð þar sem þau sóttu heim ýmis fyrirtæki á sviði fiskeldis og kynntu sér einnig starfsemi sem tengist hinni fjölþættu þjónustu sem fiskeldinu er veitt á ýmsum sviðum. Mikil spurn er eftir nemendum frá Hólum til starfa hjá fiskeldisfyrirtækjunum og til marks um það eru allir nemendurnir sem heimsóttu LF komnir með vinnu á sínu fagsviði.

 

Deila: