Oddi framleiðir umbúðir fyrir Iberica

Deila:

Fyr­ir­tækið Oddi und­ir­ritaði í gær sam­starfs­samn­ing um fram­leiðslu umbúða fyr­ir afurðir fram­leidd­ar á Íslandi til út­flutn­ings fyr­ir Icelandic Freez­ing Plants Ibérica S.A., en umbúðir fram­leidd­ar hjá Odda koma nú í stað inn­fluttra umbúða áður.

Í frétta­til­kynn­ingu seg­ir að samn­ing­ur­inn falli vel að ann­arri fram­leiðslu Odda sem í dag fram­leiðir m.a. öskj­ur, kassa og plast­umbúðir fyr­ir fjöl­breytt­ar afurðir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja og ann­an mat­vælaiðnað á Íslandi og er­lend­is.

Guðjón Stef­áns­son frá Odda og Freyr Sig­urðsson ásamt Óskari G. Karls­syni frá Icelandic Ibérica und­ir­rituðu samn­ing­inn í dag í höfuðstöðvum Icelandic Ibérica.

Samn­ing­ur­inn fel­ur í sér umbúðir fyr­ir rúm­lega 10 þúsund tonn afurða sem flutt­ar eru út til Spán­ar frá Íslandi ár­lega.

„Að baki Icelandic Freez­ing Plants Ibérica S.A. standa öfl­ug ís­lensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki sem hafa selt vör­ur til veit­ingastaða í Suður-Evr­ópu um ára­bil und­ir vörumerk­inu „Icelandic Sea­food“ og fé­lagið er einn helsti sölu- og dreif­ing­araðili á létt­söltuðum þorski frá Íslandi ásamt ýmsu öðru sjáv­ar­fangi,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Bjarni Guðjóns­son, sölu­stjóri sjáv­ar­út­veg­steym­is Odda, seg­ir mikla ánægju með samn­ing­inn við Icelandic Ibérica. „Við erum ákaf­lega ánægð með þetta sam­starf sem fell­ur mjög vel að þróun og fram­leiðslu okk­ar á umbúðum fyr­ir sjáv­ar­út­vegsaf­urðir und­an­far­in ár,“ seg­ir hann í til­kynn­ing­unni.

 

Deila: