Miklar breytingar í vændum fyrir hagkerfi heimsins

Deila:

„Þegar kemur að umfangsmiklum breytingum af völdum tækni hættir fólki til að draga upp of dökka eða of jákvæða mynd af mætti tæknibreytinga. Það er engin vafi á því að sú tæknibreyting sem framundan verður alveg gríðarlega umfangsmikil fyrir Ísland sem oghagkerfi heimsins en það er verkefni stjórnmálamanna, atvinnulífs og opinberra stofnanna að átta sig á áskorunum og ógnunum. Fjölmörg sóknarfæri felast í þeirri tæknibyltingu sem nú er að eiga sér stað í íslenskum sjávarútveg ef rétt er á málum haldið.“

Þetta var meðal þess sem kom fram í ræðu Hugins Freys Þorsteinssonar, ráðgjafa hjá Aton og doktor í vísindaheimspeki á fjölsóttum morgunfundi í Marshall-húsinu sem bara yfirskriftinaTækniframfarir í sjávarútvegi – áskoranir og tækifæri. Tilefni fundarins var útgáfa nýrrar skýrslu sem SFS fékk Aton til að vinna þar sem litið er til samfélagslegra breytinga vegna aukinnar sjálfvirkni og tæknivæðingu í sjávarútvegi.

Skýrsluna má finna hér. Næsta bylting -Tækniframfarir og sjálfvirkni í sjávarútvegi.pdf

Á fundinum var meðal annars varpað fram spurningum á borð við: Hvernig er íslenskt menntakerfi og vinnumarkaður undirbúið fyrirumbyltingar í tækni og sjálfvirkni og hvernig getur íslenskt samfélag skapað sér samkeppnisforskot í þessari þróun? Þeir sem tóku til máls voru:

  • Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
  • Dr. Huginn Freyr Þorsteinsson, ráðgjafi hjá Aton
  • Ingólfur Árnason, framkvæmdastjóri tæknifyrirtækisins Skaginn3X
  • Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS

Fundarstjóri var Tryggvi Másson, einn stofnenda UFSI, félags ungs áhugafólks um sjávarútveg og sjávarútvegsmál á Íslandi.

Segir Huginn að íslenskur sjávarútvegur standi framarlega þegar kemur að því að þróa hátæknilausnir sem nýtast í sjávarútvegi og í sumum tilfellum er hægt að yfirfæra á önnur sviði. „Þekkingin sem hefur byggst upp í þessum efnum þýðir að Íslendingar verða gerendur í þessari tæknibyltingu í stað þess að þiggja lausnir frá öðrum eins og vafalaust verður á mörgum öðrum sviðum atvinnulífsins. Sé rétt á málum haldið eru því frekari forsendur til vaxtar fyrir íslenskan sjávarútveg en með breyttu sniði frá því sem við höfum áður séð.

Störfum mun fjölga í hátækniiðnaði við þróun lausna og aukin útflutningsverðmæti verða til sölu á þeim lausnum. Tryggja þarf að fólk í vinnslu sjávarafurða geti sérhæft sig í að nýta tæknina í sinnivinnu. Þetta mun einnig þýða betri nýting afurða, enn meiri vöruþróun og frekari virðisauka. Þá felast tæki- færi með nýrri í að gera sjávarút- veginn enn umhverfisvænni með minni losun gróðurhúsaloftegunda.“

 

Deila: