Ofnbakaður gullkarfi með Ísbúa-kryddjurtasmjöri

Deila:

Norðanfiskur er dótturfyrirtæki HB Granda á Akranesi. Fiskur í matinn er vörulína frá Norðanfiski sem býður upp á ferskan fisk í notendavænum umbúðum og fæst í Bónus. Tegundir línunnar eru karfi, lax og þorskur. Norðanfiskur er framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í áframvinnslu sjávarafurða í stóreldhús- og neytendapakkningar. Fyrirtækið var stofnað árið 2001 og hjá því starfa um 30 manns. Fyrirtækið hefur sett upp heimasíðu með virkilega fínum uppskriftum og hér birtum við eina þeirra. Verði ykkur að góðu.

Innihald:

800 g gullkarfi
500 g ósaltað smjör
250 g panko raspur (japanskur brauðraspur)
2 msk af kryddjurtum; tarrragon, kerfill, graslaukur og steinselja
2 msk Ísbúi Óðalsostur
1 msk Tabasco sósa
1 msk Worcestershire sósa
1 ½ msk hvítlaukur, fínsaxaður
2 msk sítrónusafi
3 msk beikon, vel steikt
Salt og pipar

Aðferð:

Blandið saman smjörinu, raspinum, kryddjurtunum, ostinum, sósunum, hvítlauknum, sítrónusafanum og steikta beikoninu. Setjið smjörblönduna á gullkarfann og í eldfast mót og bakið í ofni við 200°C í u.þ.b. 6 mín. Sjá myndband hér að neðan.

https://youtu.be/whyxv3SzTHE

 

 

 

Deila: