Verðmætasköpun til framtíðar
Staðreyndirnar tala sínu máli. Hér hefur tekist að skapa farsæla ræktun á verðmætum hágæða laxi. Fyrsta flokks matvælum. Hér á sér stað raunveruleg verðmætasköpun sem nú þegar hefur bætt lífsgæði Vestfirðinga, skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og haft margvísleg jákvæð áhrif á þróun byggðarlagsins. Það er tilefni til að fagna áframhaldandi uppbyggingu á því farsæla laxeldi sem nú á sér stað hér á Vestfjörðum og er svo sannarlega komið til að vera. Við eigum öll, að vera stolt af góðum árangri og jákvæðri uppbyggingu samfélagsins hér til framtíðar. Þetta kemur fram í meðfylgjandi grein eftir Kristian Matthíasson forstjóra Arnarlax á Bíldudal. Greinin hefur birst á Vísi.
Hér á Vestfjörðum hefur okkur hjá Arnarlaxi tekist að skapa fjölbreytt störf í verðmætri uppbyggingu án þess að fá styrki, lán né aðrar ívilnanir frá ríki eða sveitarfélögum. Smíði hátækni fóðurpramma eins og Arnarborgar sem við vorum að fá til landsins er stór fjárfesting fyrir ungt fyrirtæki en á sama tíma framfaraskref fyrir Arnarlax sem hefur jákvæð áhrif á byggðarþróun hér á Vestfjörðum.
120 störf og tugir annarra starfa
Arnarborgin markar mikilvægt skref inn í framtíðina og staðfestir trú okkar á uppbyggingunni hér síðustu 8 ár eða frá árinu 2009. Uppbyggingu sem fór að blómstra þegar við hófum starfsemina hér á Bíldudal 2013 og hefur vaxið og með jákvæðum áhrifum fyrir allt samfélagið frá því við hófum ræktun í sjó hér í Arnarfirði árið 2014. Á stuttum tíma hefur okkur tekist að skapa 120 störf hjá Arnarlaxi og tugi annarra starfa sem tengjast þjónustu við okkur með beinum eða óbeinum hætti. Þar má nefna þjónustu iðnaðarmanna, gáma- og flutningsþjónustu, skipaafgreiðslu, köfun og margt fleira.
Gott dæmi um þá þróun sem hefur átt sér stað
Arnarborgin er gott dæmi um þá þróun sem hefur átt sér stað greininni á síðustu árum. Þróun á hátæknibúnaði sem tryggir besta fáanlega öryggi og heilbrigði laxins í gegnum allt ræktunarferlið. Þetta er í raun tæknibylting sem miðar öll að því að gera okkur kleift að rækta heilbrigðan fisk með nútímalegum umhverfisvænum aðferðum.
Þar höfum við metnað til að vera í fararbroddi með leiðandi fyrirtækjum í greininni. Arnarborgin er áþreifanlegur hluti að því markmiði okkar.
1000 milljóna verðmætasköpun í maí
Verðmætasköpunin sem átti sér stað hjá Arnarlaxi í maí er í kringum 1000 milljónir. Vestfirðingar hafa allar forsendur til þess líta bjartsýnir til framtíðar fái laxeldið að vaxa og dafna eins og raun ber vitni.
Margar og mikilvægar fjárfestingar framundan
Margar mikilvægar fjárfestingar eru framundan sem munu stuðla að áframhaldandi uppbyggingu laxeldisins. Uppbyggingu sem mun staðfesta mikilvægi og verðmæti laxeldisins fyrir alla vestfirðinga. Við höfum nú þegar hafið undirbúning að smíði á öðrum pramma sambærilegum Arnarborginni og stækkunin á seiðastöðinni á Tálknafirði gengur vel.
Laxinn fremstur í flokki próteina sem er ræktað til manneldis
Í nútíma næringafræði er laxinn fremstur í flokki próteina sem ræktað er til manneldis. Laxinn er mikilvægur hluti reglulegra máltíða þeirra sem hafa tileinkað sér heilbrigðan lífstíl.
Hann er ekki bara næringaríkur, hollur og góður. Laxinn er umhverfisvænasta prótein sem ræktað er í heiminum. Kolefnisspor laxeldisins er minna en í ræktun flestra landdýra og mun minna ferskvatn þarf til laxeldis í samanburði við aðra ræktun.
Laxeldið leiðir af sér verðmætasköpun í meiri sátt við náttúruna og með margfalt minni fórnarkostnaði en nokkur stóriðja á Íslandi. Íslenski laxinn okkar, hefur nú þegar skapað sér sterka ímynd á alþjóðlegum mörkuðum.
Framleiðum daglega 200 þúsund máltíðir
Daglega framleiðum við hjá Arnarlaxi 200.000 máltíðir. Tvöhundruð þúsund gæða máltíðir sem eru viðurkenndar af verslunarkeðjum og veitingastöðum í fremsta flokki þegar kemur að kröfum um hreinleika og gæði matvæla. Á meðal ánægðra viðskiptavina okkar er verslunarkeðja Whole Foods og veitingastaðir Jamie Oliver. Viðskiptavinir sem gera meiri gæðakröfur en flestir aðrir á markaðnum.
Staðreyndirnar tala sínu máli
Staðreyndirnar tala sínu máli. Hér hefur tekist að skapa farsæla ræktun á verðmætum hágæða laxi. Fyrsta flokks matvælum. Hér á sér stað raunveruleg verðmætasköpun sem nú þegar hefur bætt lífsgæði Vestfirðinga, skapað fjölbreytt atvinnutækifæri og haft margvísleg jákvæð áhrif á þróun byggðarlagsins.
Það er tilefni til að fagna áframhaldandi uppbyggingu á því farsæla laxeldi sem nú á sér stað hér á Vestfjörðum og er svo sannarlega komið til að vera. Við eigum öll, að vera stolt af góðum árangri og jákvæðri uppbyggingu samfélagsins hér til framtíðar.