Skemmtidagskrá og heiðrun sjómanna

Deila:

 Gríðarlegur fjöldi lagði leið sína niður á Hafnarsvæði Reykjavíkur um helgina á Hátíð hafsins. Þeir sem standa a baki hátíðinni eru Sjómannadagsráð og Faxaflóahafnir. Concept Events heldur utan um framkvæmd hátíðarinnar. Í ár eru 100 ár liðin frá því að fyrsta áfanga hafnargerðar í Gömlu höfninni í Reykjavík lauk og 80 ár liðin frá því að Sjómannadagsráð var stofnað. Því var slegið upp afmælisveislu á Grandagarði á laugardeginum og boðið upp á dýrindis afmælisköku fyrir um 2000 manns. Sigurður Björn Blöndal varaformaður Faxaflóahafna og Hálfdan Henrysson formaður Sjómannadagsráðs skáru fyrstu sneiðarnar og skólahljómsveit Austurbæjar lék afmælissönginn að viðstöddum fjölda afmælisgesta.

Hátíðardagskráin hófst við Minningaröldur Sjómannadagsráðs við Fossvogskirkjugarð kl. 10.00 og síðan var haldið í Sjómannamessu í Dómkirkjunni í Reykjavík.

Eftir hádegið var haldið niður á Grandagarð og hófst þar Hátíðardagskrá Sjómannadagsins kl. 14.00 þar sem 4 sjómenn voru heiðraðir. Karlakór Kjalnesinga söng og kynnir eins og undanfarin ár var Gerður G. Bjarklind. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir , Sjávarútvegsráðherra flutti ávarp og Hálfdan Henrysson formaður Sjómannadagsráðs hélt utan um heiðrun sjómanna.

Hátíð hafsins heiðrun sjómannaEftirtaldir voru heiðraðir í ár:

  • Albert Sigtryggsson – Sjómannafélag Íslands
  • Björn Árnason – Sjómannafélag Íslands
  • Gunnar Gunnarsson – Félag skipstjórnarmanna
  • Sveinn Kristinsson – Félag Vélstjóra og Málmtæknimanna.

Einnig voru veitt verðlaunin Neistinn frá félagi vélstjóra- og málmtæknimanna fyrir góða umgengni og öryggi í vélarrúmi. Neistinn hlaut Ólafur Már Eyjólfsson yfirvélstjóri á bv. Helgu Maríu AK-16.

 

Bræður munu berjast – koddaslagur

Sex heljarmenni öttu kappi á plankanum við Verbúðarbryggjuna á sunnudeginum við mikinn fögnuð viðstaddra. Þeir voru: Ingvar E. Sigurðsson, kempan Stephan Stephensen, fullhuginn Stefán Jónsson, skörungurinn Böðvar Guðjónsson, kjarkmaðurinn Jóhann Pétur Guðjónsson eða hraustmennið Gabríel Patay? Kolskaran Saga Garðarsdóttir var kynnir. Sá sem stóð upp sem sigurvegari eftir æsispennandi keppni var Jóhann Pétur.

Félagar úr SJÓR, sjósunds- og sjóbaðsfélagi Reykjavíkur kynntu sjósund og spjölluðu við gesti og gangandi.

Ýmsir tónlistarmenn komu fram en þar má m.a. nefna: Voice stjörnu Íslands, Karítas Hörpu Davíðsdóttur ásaamt 2 öðrum keppendum, Hrafnhildi Ýr og Sigurjón Örn Böðvarsson, KK bandið, Harmonikkufélag Reykjavíkur rölti um svæðið og spilaði fyrir gangandi ásamt fleiri uppákomum.

Sjávartívolíið Bryggjusprell gladdi unga sem aldna nú haldið á Bótabryggju. Net, netakúlur, drumbar, fiskikör, gömul bretti, dekk, kaðlar og bara allt sem hægt er að finna í umhverfinu var notað til þess að búa til ótrúlega ævintýralegt sjávartívolí  með allskonar þrautum, smiðjum, keppnum og leikjum fyrir börn á öllum aldri. Þetta er líklega í síðasta skipti sem

Hátíð hafsins þyrlaBjörgunarsveitin Ársæll sýndi björgun úr sjó með þyrlu, bauð börnunum upp á að prófa Línubrú, bakaði vöfflur og sigldu um höfnina til að gæta öryggis sjófarþega og gesta.

Á sunnudeginum var Sjómannadeginum fagnað hjá HB Granda með skemmtun og uppákomum fyrir börn.

Hátíðin stækkar ár frá ári, eftir því sem fyrirtækjum fjölgar á svæðinu og teygir sig nú enn lengra um svæðið.

Hátíð hafsins þakkar öllum þeim aðilum sem tóku þátt í hátíðinni sem og þeim fjölmörgu gestum sem lögðu leið sýna á Hátíð hafsins 2016.

 

 

 

 

 

Deila: