Áhöfn Saxhamars SH 50 hlýtur viðurkenningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg

Deila:

Á Sjómannadaginn 2017 hlaut áhöfn Saxhamars SH 50 viðurkenningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg fyrir að hafa sýnt öðrum fremur góða öryggisvitund á námskeiðum Slysavarnaskóla sjómanna.

Á Saxhamri er Friðþjófur Sævarsson skipstjóri og tók Sævar Freyr Reynisson yfirstýrimaður á móti viðurkenningunni fyrir hönd áhafnarinnar.

Svanfríður Anna Lárusdóttir ritari stjórnar Slysavarnafélagsins Landsbjargar afhenti viðurkenninguna sem er farandbikar til varðveislu í eitt ár ásamt veggskildi til eignar.

Áhöfninni er óskað innilega til hamingju með frammistöðu sína í öryggismálunum.

Saxhamar viðurkenning

 

Deila: