Aðstoða við fullnýtingu á sjávarfangi

Deila:

Ásbjörn Jónsson, ráðgjafi hjá Matís tekur túr um mánaðarmótin júlí/ágúst með Frøyanes AS, norskum línbáti, til að veita ráðgjöf hvernig nýta má hráefni, sem annars væri hent, til framleiðslu á gæludýrafóðri. Óhætt er að segja að hundar og kettir séu raunverulegir hagaðilar enda gæludýrafóður úr sjávarfangi fyrsta flokks.

Tilgangur ferðarinnar er að aðstoða við fullnýtingu á sjávarfangi. Megin áherslan verður lögð á tækifærin sem fyrir hendi eru með niðursuðu á hliðar hráefni úr afla til notkunar í verðmætara gæludýrafóður.

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Ásbjörn fer í slíka ferð en hann hefur verið tíður gestur hjá norskum útgerðum og hefur góður rómur verið gerður að þekkingu og vinnubrögðum hans.

Deila: