Þrjú íslensk fyrirtæki tilnefnd til Cleantech verðlaunanna

Deila:

Fyrir skömmu varð Íslenski sjávarklasinn fullgildur aðili að Global Cleantech Cluster Association (GCCA). Markmið GCCA er að efla samstarf nýsköpunarfyrirtækja sem stuðla að minni mengun, efla samstarf þessara fyrirtækja yfir landamæri og tengja fyrirtækin við fjárfesta og markaði.

GCCA leggur áherslu á að liðsinna nýsköpunarfyrirtækjum við fjármögnun á verkefnum, m.a. hjá stærri fjárfestum og sjóðum. „Mörg okkar samstarfsfyrirtækja eru áhugaverður fjárfestingarkostur fyrir þessa aðila og höfum við áhuga á að efla tengsl okkar fyrirtækja við erlent fjárfestaumhverfi,“ segir Þór Sigfússon hjá Sjávarklasanum.

Á hverju ári heldur GCCA samkeppni á meðal fyrirtækja sem eru að þróa nýsköpun sem hefur með einhverjum hætti jákvæð áhrif á umhverfi sitt.  Íslenski sjávarklasinn hefur tilnefnt þrjú fyrirtæki innan klasans í þessa samkeppni.  Þetta eru fyrirtækin Skaginn3X, Polar og SeafoodIQ.

 

Deila: