Líklega Íslandsmet

Deila:

11 ára drengur veiddi stórþorsk út frá Suðureyri á laugardag. Johannes Prötzner var ásamt föður sínum og Róbert Schmidt, leiðsögumanni Iceland Profishing, þegar tuttugu kílóa þorskur beit á agnið. Róbert segir að líklegast sé þetta Íslandsmet. „Ég hef verið með sjóstangaveiði í um tíu ár hérna fyrir vestan og ég hef aldrei heyrt talað um að svona ungur strákur hafi veitt svona stóran þorsk,“ segir Róbert í samtali við fréttastofu. Þorskurinn var 134 sentímetrar að lengd.

Fjölskylda Prötzners dvelst á Suðureyri og hefur veitt væna fiska í rúma viku. Johannes var að vonum alsæll með þennan risaþorsk sem er langstærsti fiskur sem hann hefur veitt.
Frétt og mynd af ruv.is

 

Deila: