Misjafn samdráttur milli landssvæða
Mikill samdráttur aflaverðmætis á fyrstu fjórum mánuðum ársins kemur misjafnlega niður á svæðum landsins. Samtals drógust verðmætin saman um 26,3%, féllu úr 11,4 milljörðum króna í 8,3 milljarða. Mismunurinn er þrír milljarðar.
Hlutfallslega er samdrátturinn mestur á Norðurlandi vestra, rétt tæp 50%. Þar fellur verðmætið úr 855 milljónum í 428. Skýringar á því geta verið ýmsar svo sem að togaralandanir falli utan mánaðar í stað innan hans. Á Vestfjörðum er samdrátturinn 43,7% fellur verðmætið úr 623 milljörðum í 351 milljarð og gætu skýringarnar verið svipaðar. Samdrátturinn á Vesturlandi var 41,7% og fellur verðmætið úr 809 milljörðum í 472 . Á höfuðborgarsvæðinu féll verðmætið um 31,9% og fór úr rétt tæpum þremur milljörðum í rúma tvo.
Á Austurlandi varð samdrátturinn 28,9% og féll verðmætið úr 1,9 milljarði króna í 1,3 milljarða. Á Norðurlandi eystra féll verðmætið úr einum milljarði í 886 milljarða eða um 11,6% og bendir það til meiri afla eins og var bæði á Suðurlandi og Suðurnesjum. Samdrátturinn á Suðurnesjum var 8% og féll verðmætið úr 1,8 milljörðum í 1,7. Á Suðurlandi féll verðmætið úr 860 milljörðum í 814, eða um 5,4%.