Vilja nefnd um fiskverð

Deila:

„Stjórn LS lýsir áhyggjum yfir mikilli lækkun sem orðið hefur á þorskverði og mörgum öðrum fisktegundum.  Ljóst er að engin ein ástæða er völd af þessum hremmingum. Sterk króna, afleiðingar verkfalls, þröng staða fyrir aukaafurðir og lokun Rússlandsmarkaðar eru þar helst nefndar sem orsakavaldar.“

Svo segir í ályktun frá fundi stjórnar Landssambands smábátaeigenda um þá lækkun sem orðið hefur á þorskverði og mörgum öðrum fiskitegundum.

„Stjórn LS hvetur sjávarútvegsráðherra til að skipa nefnd sem verði falið að kortleggja þá stöðu sem upp er komin og greina þær ógnir sem steðja að sölu sjávarafurða,“ segir ennfremur í ályktuninni.

 

Deila: