Afskaplega ánægður með nýja makríltrollið

Deila:

„Við eru á leið á  Grænlandsmið“, sagði Jón Axelsson skipstjóri á Álsey VE-2 eftir að hafa landað 450  tonnum af stórum og góðum makríl á Þórshöfn í síðustu viku. Við fengum þann afla eftir einungis 6 tíma  veiði á miðunum við Vestmannaeyjar. Þetta segir Jón í færslu á heimsíðu Hampiðjunnar.

„Það hefur gengið afskaplega vel með nýja 1440 metra Gloríu XW þantrollið með 60 metra gröndurum ásamt 90 metra makrílpokanum sem við keyptum af Hampiðjunni í vor. Við tókum einnig nýja  Bluestream Type 22-vk hlera, 10 fermetra, frá Thyborøn Trawldoor,  sem hafa einnig reynst afbrags vel. Ég tek það sérstaklega fram að þetta er eitt best heppnaða veiðarfæri sem við höfum fengið hér um borð í skipið frá upphafi segir“, segir Jón.
„Veiðarfærið er eins og sniðið að skipinu og er mjög meðfærilegt í alla staði. Við ráðum mjög vel við stjórna því og getum nánast gert hvað sem við viljum á toginu og makríllinn sem lendir í trollopinu fer hratt aftur í pokann án hindrunar“, segir Jón.
Hampiðjan Álsey

„Trollopið undir höfuðlínumæli er mjög stöðugt og mælist 50 metra á hæð og 130 metra breitt. Hlerabil er að staðaldri í kringum 195-205 metrar sem er að mínu mati fullskverun á trollinu, það fer ekkert utar en þetta. Við erum að jafnaði með 380 til 450 metra út af vír sem er ágætis hlutfall við að halda veiðarfærinu fullskveruðu uppi við yfirborðið“, segir Jón.
„Það er lítið mál núna að taka 60 gráðu beygju með trollið því það er alltaf sama stöðuga opnunin á því jafnvel þótt annar hlerinn fari þá niður á 40 metra dýpi en hinn sé stöðugur á 10 metra dýpi frá yfirborði án þess að veiðihæfnin skerðist sem að nokkru nemi“, segir Jón

Hampiðjan Álsey lyftifleki

„Við eru með lyftifleka á höfuðlínunni til að halda trollinu í yfirborðinu en enga belgi né vængendalóð því það er bara engin þörf á því, vegna þess að trollið skverast strax út  um leið og það fer í sjóinn aftan við skipið. Þá sést glöggt hvað þantæknin virkar vel við að þenja trollmöskvana og netið út, sérstaklega í góðu veðri og spegilsléttum sjó. Það er svo sannarlega óhætt að mæla með þessu frábæra Gloríu XW þantrolli og Bluestream Type 22-vk hlerunum frá Hampiðjunni“ segir Jón Axelsson skipstjóri að lokum.

Deila: