Átta smábátar með yfir 100 tonn af makríl

Deila:

Alls hafa 49 færabátar landað makríl það sem af er vertíð.  Eins og komið hefur fram er veiðin afar gloppótt.  Einn daginn hörkugóð veiði, en sést ekki næsta dag þó menn hafi ekki merkt breytingu á aðstæðum.  „Sannarlega krefjandi veiðar,“ segir á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Þegar aflastaðan var tekin hjá Fiskistofu í upphafi dagsins höfðu 8 bátar landað yfir 100 tonnum. Heildaraflinn var kominn í 2.988 tonn.

Fyrirhugað er að uppfæra lista daglega á heimasíðu LS til að auðvelda lesendum hennar að fylgjast með veiðunum frá degi til dags.

Makrílstaða

 

Deila: