Hvalveiðileyfum endurúthlutað
Ráðuneyti sjávarútvegs og veiða á Grænlandi hefur ákveðið að fengnum tillögum frá hagsmunaaðilum að færa 20 úthlutuð leyfi til veiða á hrefnu með hvalskutli yfir í sameiginlega kvóta. Þannig verður eftir kvóti upp á 78 hvali fyrir hrefnubáta við Vestur-Grænland.
Í desember í fyrr og febrúar í ár var tilkynnt um árlegan hrefnukvóta upp á 179 hvali við Vestur-Grænland. 50 hvalir voru settir í sameiginlega kvóta og 129 úthlutað á báta sem úrbúnir eru með hvalveiðibyssu með skutli. Kvótinn við Austur-Grænland er 15 dýr.
Nú, í lok ágúst höfðu verið teknar 27 hrefnur úr sameiginlegum kvóta og 33 úr bátakvótanum við Vestur-Grænland og því óveiddar 46 og 76 hrefnur úr þessum kvótum. Við Austur-Grænland höfðu þá veiðst 7 hrefnur af 15 leyfilegum.
Kvótinn fyrir hnúfubak upp á 12 dýr er óbreyttur.