Laxeldi  við Djúp gæti fjölgað íbúum um 900

Deila:

Ráðgjafarsvið KPMG hefur lagt mat á efnahagsleg og byggðarleg áhrif 25.000 tonna laxeldis í Ísafjarðardjúpi að beiðni Fjórðungssambands Vestfirðinga. Meðal niðurstaðna er að með því skapist mikill fjöldi nýrra starfa, íbúaþróun snúist við og íbúum fjölgi verulega og umfang eldisins geti verið um 23 milljarðar á ári. Helstu niðurstöðurnar fara hér á eftir, en þær voru kynntar á fundi sem Fjórðungssambandið stóð fyrir á Ísafirði í gær:

  • Fjöldi beinna nýrra starfa er áætlaður um 260 og nái hámarki um áratug eftir að ákvörðun um að leyfa eldi yrði tekin.
  • Fjöldi afleiddra starfa sem verða til á svæðinu verði um 150 á sama tíma. Íbúaþróun
  • Íbúaþróun snúist við og áætluð fjölgun verði um 900 manns í sveitarfélögum við Djúp á sama tíma og bein störf ná hámarki.
  • Heildarumfang 25 þús. tonna fiskeldis og óbeinna áhrifa er talið verða um 23 ma.kr. á ári við hámarksframleiðslu.
  • Heildarumfang stangveiði á svæðinu og óbeinna áhrifa er metinn um 220 m.kr. á ári, eða um 1% af umfangi laxeldis.
  • Ársgreiðslur til ríkissjóðs nema um 1 ma.kr. og um 250 m.kr. til sveitarfélaga þegar framleiðsla er í hámarki og flest bein störf verða til. Þó ýmsar forsendur séu háðar óvissu eins og fyrr segir er ljóst að hér er um að ræða stórt tækifæri til atvinnuuppbyggingar og styrkingu samfélaga í byggðalögunum við Ísafjarðardjúp
Deila: