Morgunfundur um áhættumat Hafró

Deila:

Fiskeldismál hafa verið í brennidepli umræðunnar og miðvikudaginn 27. september mun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið halda opinn morgunfund um Áhættumat HAFRÓ vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi sem stofnunin gaf út síðastliðið sumar.

Frummælendur eru, Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, Dr Geir Lasse Taranger, norsku Hafrannsóknastofnuninni (Havforskningsinstituttet) og Bára Gunnlaugsdóttir, Stofnfiski.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stýrir fundinum. Fundurinn verður haldinn í húsakynnum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, Skúlagötu 4, í sal á 1. Hæð. Fundurinn stendur frá kl. 9:00 – 10:15, létt morgunhressing og forspjall frá kl. 8:40.

Deila: