Byrjaði 12 ára í humri

Deila:

Svanhvít Másdóttir er maður vikunnar á kvótanum í dag. Hún byrjaði snemma að vinna í fiski eins og önnur börn í sjávarplássum landsins. 12 ára var hún byrjuð að garndraga humar í Hraðfrystihúsi Grindavíkur. Nú starfar hún hjá fiskeldisfyrirtækinu Matorku á Húsatóftum vestan Grindavíkur.

Nafn?

Svanhvít Másdóttir.

Hvaðan ertu?

Vestmannaeyjum.

Fjölskylduhagir?

Gift og á 2 börn.

Hvar starfar þú núna?

Hjá Matorku sem er staðsett á Húsatóftum.

Hvenær hófst þú vinnu við sjávarútveg?

Ég byrjað um 12 ára í Hraðfrystihúsi Grindavikur við að garndraga humar.

Hvað er það skemmtilegasta við að vinna við íslenskan sjávarútveg?

Fjölbreytni og mikil þróun í tækjum og búnaði til að auðvelda og einfalda mörg störf.

En það erfiðasta?

 Stress og álag er það erfiðasta.

Hvað er það skrýtnasta sem þú hefur lent í í störfum þínum?

Get eiginlega ekki sagt frá því svo að viðkomandi aðili verði ekki að aðhlátursefni.

Hver eftirminnilegasti vinnufélagi þinn?

Þeir eru margir og á erfitt að gera upp á milli en Halldór Sigurðsson var minn besti verkstjóri.

Hver eru áhugamál þín?

Fjölskyldan, ferðast og hef mjög gaman að fylgjast með ýmsum íþróttum.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?

Lambakjöt.

Hvert færir þú í draumfríið?

Egyptalands að skoða pýramída.

Deila: