Svipaður fiskafli við Færeyjar

Deila:

Fiskafli við Færeyjar fyrstu átta mánuði ársins er nánast sá sama og á sama tímabili í fyrra. Aflinn nú er 52.911 tonn, sem er 12 tonnum meira en í fyrra. Þá er verðmætið einnig svipað, en dregst þó saman um 4%.

Í þessum tölum er um ræða fisk sem veiddur er við Færeyjar, Ísland og á Flæmska hattinum og landað er gegnum löndunarskipanina í Færeyjum. Uppsjávarfiskur er til að mynda ekki inni í þessum tölum og heldur ekki botnfiskur úr Barentshafi.

Nú nemur löndum botnfisks samtala 34.947 tonnum, sem er 1.644 tonnum meira en í fyrra. Þorskaflinn er 8.436 tonn, sem er 149 tonnum minna en í fyrra. Af ýsu hefur verið landað 2.757 tonnum, sem er aukning um 42 tonn og af ufsa bárust á land 16.870 tonn, sem er vöxtur um 1.195 tonn. Af öðrum botnfiski var landað 6.884 tonnum, sem er aukning um 556 tonn.

Flatfiskaflinn nú varð 4.120 tonn, sem er samdráttur um 675 tonn. Af þessum afla er grálúða fyrirferðarmest eða 3.096 tonn, sem þó er 697 tonnum minna en í fyrra. Af öðrum fiskitegundum var landað 12.206 tonnum, sem er samdráttur um 641 tonn.

Verðmæti fiskaflans nú var 9,8 milljarðar íslenskra króna. Af einstökum tegundum skilaði þorskurinn mestu eða 2,7 milljörðum og næst kom ufsinn með 1,9 milljarða.

 

Deila: