Á að hengja bakara fyrir smið!

Deila:

Aðalfundur Eldingar – félag smábátaeigenda í Ísafjarðarsýslum – var haldinn á Ísafirði 24. september 2017

Veiðigjöld voru rædd af miklum þunga.  Í málflutningi manna kom fram hörð gagnrýni á að við útreikninga á upphæð veiðigjalds væri öll útgerð og landvinnsla sett saman í einn pott.  Krafa fundarins var að afkoma smábáta yrði reiknuð sér.

Eftirfarandi var samþykkt um veiðigjald.

Aðalfundur Eldingar mótmælir álagningu veiðigjalda eins og þau eru lögð á í dag.  Það er ekki eðlilegt að notaðar séu tveggja ára tölur við útreikninga á gjaldinu.

Inn í útreikningana eru sett í einn pott afkoma landvinnslu, frystitogara, uppsjávarskipa, ísfiskstogara, báta og smábáta. Það er krafa fundarinns að afkoma smábáta verði reiknuð sér. Það getur ekki talist eðlilegt, eins og staðan er í dag, með mjög lágu fiskverði, sem ætti að koma landvinnslunni vel að þá hækki veiðigjald á smábáta.

Í þessari gjaldtöku sannast alveg kristaltært að „það á að hengja bakara fyrir smið“.

Aðalfundur Eldingar krefst þess að hluti veiðigjaldanna verði eftir í þeirri höfn sem að fiskinum er landað.

Sjá allar ályktanir aðalfundar Eldingar:    2017 Elding tillögur.pdf

Stjórn Eldingar var endurkjörin:

Ketill Elíasson formaður

Kristján Andri Guðjónsson

Þórður Sigurvinsson

Karl Kjartansson

Páll Björnsson

 

 

Deila: