Kári kúrir í fjöruborðinu

Deila:

Vel fer um gamla trébátinn Kára SH 78 þar sem hann kúrir í fjöruborðinu neðan við kirkjuna í Stykkishólmi, enda fallegur og vel við haldið. Hann hefur lokið hlutverki sínu sem bátur til veiða í atvinnuskyni, en við því hafa nýrri bátar tekið. Hann hallar aðeins undir flatt og bíður í rólegheitum eftir því að fljóti undir hann á flóðinu, svo hann eigi möguleika á því að komast út aftur, þegar vel viðrar eins og þessa dagana.
Ljósmynd Hjörtur Gíslason

Deila: