Nýjum tækjabúnaði bætt við rannsóknaaðstöðu Hafró
Háþróaður tækjakostur, FlowCam, var nýverið keyptur frá Fluid Imaging Technologies og komið fyrir á rannsóknastofu umhverfissviðs Hafrannsóknastofnunar. Grunneining búnaðarins er smásjá og háskerpu myndavél, sem myndar agnir sem flæða framhjá linsunni í sérstakri flæðikúvettu. Flæðinu er stýrt með innibyggðri tölvu, sem jafnframt notar hugbúnað til að greina og flokka stafrænar myndir í samræmi við úrval skilgreindra mynda.
Tækjakaupin voru styrkt af Innviðastjóði Rannís. Búnaðurinn kemur sér vel til greininga á svifþörungum í samvinnuverkefni Hafrannsóknastofnunar og Matís, Örverur á Íslandmiðum (MIME). Árið 2016 hlaut verkefnið öndvegisstyrk Rannís til þriggja ára. Vinna doktorsnemans Miu Cerfonteyn við greiningar á svifþörungum í FlowCam er liður í rannsóknum Hafrannsóknastofnunar í þágu verkefnisins og verður fyrirferðamikill þáttur í doktorverkefni hennar, sem nefnist The distribution, diversity and abundance of phytoplankton in Icelandic marine waters in context of environmental changes.