Mótmæla dragnótaveiðum á Skagafirði

Deila:

Drangey – smábátafélag Skagafjarðar mótmælir harðlega ákvörðun sjávarútvegsráðherra að heimila dragnótaveiðar í innanverðum Skagafirði.   Í bréfi sem Drangey hefur sent ráðherra kemur m.a. fram að félagið telji ákvörðunina neikvæða fyrir orðspor Íslands til umhverfismála og ábyrgra fiskveiða;

„Mælingar Hafrannsóknastofnunar sýna að brottkast við dragnótaveiðar getur orðið verulegt eða allt að 19% í fjölda fiska og 9% í þyngd sem er margfalt á við veiðar með línu“.

Bréf félagsins til ráðherrans má sjá hér: http://www.smabatar.is/Br%C3%A9f%20Drangeyjar%20til%20r%C3%A1%C3%B0herra.pdf

 

 

Deila: