Landa norsk-íslenskri síld í Neskaupstað

Deila:

Börkur NK inn til Norðfjarðar í fyrrakvöld að lokinni vel heppnaðri veiðiferð í færeysku lögsöguna og Smuguna. Aflinn var rúmlega 1.100 tonn af norsk-íslenskri síld sem öll fer til vinnslu í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar.

Hálfdan Hálfdanarson skipstjóri segir í samtali á heimasíðu Síldarvinnslunnar, veiðarnar hafi gengið vel og veiðiferðin hafi staðið yfir í þrjá sólarhringa höfn í höfn. „Við hófum veiðar í færeysku lögsögunni og fylgdum síðan síldinni sem gekk norður eftir þannig að við enduðum í Smugunni. Þegar veiðum lauk vorum við 260 mílur frá Norðfirði. Aflinn fékkst í fimm holum og var stærsta holið um 300 tonn. Eins og áður er um að ræða síld af fínustu gerð, hún er bæði stór og falleg,“ segir Hálfdan.

Vinnsluskipið Vilhelm Þorsteinsson EA kom til Neskaupstaðar í gærmorgun og til að landa um 600 tonnum af frosnum síldarflökum í frystigeymslur Síldarvinnslunnar.
Á myndinni er síld dælt um borð í Börk NK. Ljósm. Guadalupe Laiz

 

 

Deila: