Grænlendingar ákveða nýtt veiðigjaldakerfi

Deila:

Grænlenska þingið hefur samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta nýtt veiðigjaldakerfi sem tekur gildi 1. janúar 2018.  Við strandveiðar smábáta greiðist aðeins gjald fyrir grálúðu og rækju.  Í meðförum þingsins var ákveðið að fella niður fyrirhugaða gjaldtöku af öðrum tegundum og munar þar mestu um þorsk og grásleppu.   Frá þessu er greint á heimasíðu Landssambands smábátaeigenda.

Skip sem stunda veiðar utan strandveiðisvæðisins þurfa hins vegar að greiða veiðigjald af 9 tegundum til viðbótar við rækju og grálúðu.

Gjaldið er föst krónutala fyrir uppsjávartegundir en af öðrum afla er það 5% af því verði sem fiskvinnslan í Grænlandi greiðir fyrir viðkomandi tegund.  Undantekning, ef kílóverð nær ekki 8 DKr (130 Kr) þá er aðeins innheimt lágt grunngjald 5 aurar – 0,80 Kr á hvert kíló.

Í beinum útflutningi tekur veiðigjald mið af útflutningsverðmæti og getur þá hæst farið í 17,5% af útflutningsverði.

Áætlanir gera ráð fyrir að heildarálagning á árinu 2018 verði 380 milljónir Dkr – jafnvirði 6,2 milljarðar íslenskra króna.

 

Deila: