Óhætt að týna krækling í Hvalfirði

Deila:

Fólk getur nú haldið í fjöru í Hvalfirði á ný og týnt krækling og gætt sér á uppskerunni.

Matvælastofnun hefur í s.l. ár varað við neyslu kræklings úr Hvalfirði.  Ástæða viðvörunar var sú að DSP þörungaeitur í skelkjöti hefur greinst yfir viðmiðunarmörkum og eitraður þörungur sem getur valdið DSP eitrun í skelfisk hefur verið á sveimi í firðinum síðast liðið ár.

Tekin voru sýni í byrjun nóvember af sjó úr Hvalfirði og kræklingi sem sem safnað var við Fossá.  Ekki varð vart við eitraða þörunga í sjónum.  Þörungaeitur greindist en það var undir þeim viðmiðunarmörkum sem sett hafa verið.

 

Deila: