Hátt þorskverð eykur hagnað norsku útgerðarinnar
Hagnaður norskra útgerða hefur aldrei verið meiri en á síðasta ári, samkvæmt upplýsingum frá Fiskistofu Noregs. Það er þriðja árið í röð sem tekjurnar aukast. Vöxturinn milli áranna 2015 og 2016 var um 24 milljörðum íslenskra króna og alls urðu tekjurnar um 221 milljarður íslenskra króna. Útgerðarkostnaðurinn var um 171 milljarður og hagnaður því um 50 milljarður.
Auknar rekstrartekjur og hagnaður af rekstri skilaði hagnaðarhlutfalli sem nemur 22,9%, en það er hæsta hlutfall nokkru sinni. Árið 2015 var hagnaðurinn 18,5%. Hagnaður var í flestum útgerðarflokkum og fyrir botnfiskveiðarnar virðist verð á þorski upp sjó hafa haft mest að segja. Verðið hækkaði að meðaltali um 15% frá árinu áður og stöðugur afli leiddi meira aflaverðmæta en nokkru sinni.
Hagnaðarhlutfall af þorskveiðum var 28,3% á síðasta ári sem er um fjórðungs hækkun frá árinu áður.
Tekjur af hefðbundnum veiðum á dýpra vatni á síðasta ári voru svipaðar og árið áður, en útgerðarkostnaður jókst lítillega. Þess vegnar varð hlutfall hagnaðar aðeins minna en árið áður, en var engu að síður hátt í samanburði nokkurra síðustu ára. Það féll úr 15,7% í 12,7%.
Á hinn bóginn urðu tekjur af strandveiðum meiri en nokkru sinni. Þrátt fyrir þá staðreynd að útgerðarkostnaður hafi aukist hjá þessum útgerðarflokki varð hagnaður af þeim í hæstu hæðum. Hagnaðarhlutfall hækkaði úr 12,5% í 17,8%. Afkoma stærri báta í þessum flokki var betri en þeirra smærri.