Síldveiðum síldarvinnslunnar lokið
Beitir NK er kominn með tæplega 1.100 tonn af Íslandssíld til Neskaupstaðar í og er veiðum á Íslandssíld þar með lokið hjá Síldarvinnsluskipunum í ár.
Sturla Þórðarson skipstjóri á Beiti sagði að veður hefði truflað veiðar verulega í túrnum. „Þegar við komum vestur lágum við í tvo sólarhringa í vari við Reykjanes. Síðan hófust veiðar í misjöfnu veðri en staðreyndin er sú að það var lítið af síld að sjá. Við fengum aflann 50-80 mílur vestur af Reykjanesi. Nú eru þessar síldveiðar búnar í bili og kolmunnaveiðar eru næst á dagskrá,“ sagði Sturla á heimasíðu Síldarvinnslunnar..