Afmæliskaffi hjá SVN

Deila:

Í dag, 11. Desember, verða liðin 60 ár frá stofnun Síldarvinnslunnar. Í tilefni afmælisins mun fyrirtækið bjóða til kaffiveislu í félagsheimilinu Egilsbúð á milli kl. 16 og 18. Til veislunnar verður boðið eldri borgurum, fyrrverandi starfsmönnum og fulltrúum samstarfsaðila Síldarvinnslunnar.

Gunnþór B. Ingvason framkvæmdastjóri mun ávarpa veislugesti og segja frá núverandi stöðu Síldarvinnslunnar og Smári Geirsson mun segja frá nýútkominni bók um 60 ára sögu fyrirtækisins. Þá mun Síldarvinnslan afhenda félagasamtökum og stofnunum styrki í tilefni tímamótanna.

Sérstaklega skal vakin athygli á því að fyrrverandi starfsmenn eru velkomnir í veisluna þó þeir hafi ekki fengið formlegt boð í hana.

 

Deila: