Nýr Páll Jónsson smíðaður fyrir Vísi

Deila:

For­svars­menn Vís­is hf. í Grinda­vík hafa skrifað und­ir samn­ing um ný­smíði á 45 metra löngu og 10,5 metra breiðu línu­skipi við skipa­smíðastöðina Al­kor í Póllandi. Skipið kem­ur til lands­ins á miðju ári 2019 og er fyrsta ný­smíðin af þess­ari stærðargráðu í 75 ára sögu út­gerðar á veg­um Vís­is­fjöl­skyld­unn­ar og sú fyrsta í rúm­lega 50 ára sögu Vís­is. Samn­ings­verðið er 7,5 millj­ón­ir evra eða sem nem­ur tæp­lega ein­um millj­arði króna.

„Með nýja skip­inu fáum við öfl­ugt, hefðbundið þriggja þilfara línu­skip þar sem eitt þilfarið verður fyr­ir áhöfn­ina. Við erum stoltir yfir því að skipið er hannað á Íslandi af skipa­verk­fræðing­um hjá NAVIS,  Kjart­ani Viðars­syni, út­gerðar­stjóra Vís­is og rafmagnhönnun og smíði er frá Raftíðni í Reykjavík . Við hyggj­umst áfram leggja áherslu á línu­veiðar og vera með fimm skip í rekstri, þannig að hvert skip­anna eigi sinn virka dag til lönd­un­ar í hverri í viku. Nýj­asti fisk­ur­inn fer til vinnslu í frysti­hús­inu, en sá eldri verður unn­inn í salt eins og áður,” segir Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis.

Nýsmíðin er þriðja verkefnið sem pólska skipasmíðastöðin vinnur fyrir Vísi. Á næsta ári kemur mikið endurbyggð Arney  (fyrst Skarðsvík) úr klössun í Póllandi og verður nýr Sighvatur GK 57, en eldra skip með sama nafni hverfur úr flota Vísis. Í raun er ekkert eftir af gamla skipinu nema 2/3 af stálinu. Fyrir hálfu öðru ári kom Fjölnir GK 657 úr allsherjar klössun þar sem allt er nýtt um borð nema vélarrúmið. Páll Jónsson GK 7 fer úr flota Vísismanna fyrir nýtt skip með sama nafni á næsta ári og að sögn Péturs er vonast til að endurnýjun flotans ljúki á næstu þremur árum með endurbyggingu á Jóhönnu Gísladóttur GK 557 og væntanlega nýsmíði fyrir Kristínu GK 457.

Páll Jónsson teikning 2

 

Deila: