Skipin í höfn

Deila:

Skip Síldarvinnslunnar verða öll í höfn um jól og áramót. Uppsjávarskipin þrjú, Börkur, Beitir og Bjarni Ólafsson, lönduðu öll kolmunna 14. – 19. desember og munu ekki halda til veiða á ný fyrr en á nýju ári. Vestmannaeyjaskipin, Vestmannaey og Bergey, komu til hafnar 11. og 14. desember og að aflokinni löndun fengu áhafnirnar kærkomið jóla- og áramótafrí. Gullver kom síðan til löndunar á Seyðisfirði 19. desember úr síðustu veiðiferð fyrir hátíðar.

Frystitogarinn Blængur kom til Neskaupstaðar 22. desember að lokinni hálfs mánaðar veiðiferð. Afli skipsins var 370 tonn upp úr sjó og uppistaða aflans er ufsi og karfi. Að sögn Bjarna Ólafs Hjálmarssonar skipstjóra byrjaði veiðiferðin á Vestfjarðamiðum vegna brælu eystra en megnið af tímanum var verið á Austfjarðamiðum. Blængur mun halda á ný til veiða 3. janúar.

Ljósm. Guðlaugur B. Birgisson

 

Deila: