SVG segir sig úr SSÍ og ASÍ
94 % félagsmanna Sjómanna og Vélstjórafélags Grindavíkur sem þátt tóku í allsherjaratkvæðagreiðsu greiddu atkvæði með úrsögn bæði úr Sjómannasambandi Íslands og Alþýðusambandi Íslands. Alls greiddu 110 félagsmenn atkvæði.
Þetta þýðir úrsögn um 700 sjómanna úr Sjómannasambandinu og ASÍ, en félagar í SVG eru um fjórðungur félaga í SSÍ.
Formaður SVG er Einar Hannes Harðarson.