12,5% minna aflaverðmæti í september

Deila:

Aflaverðmæti íslenskra skipa í september var 11,1 milljarður króna sem er 12,5% minna en í september 2016. Heildaraflamagn í september nam tæpum 126 þúsund tonnum sem er 11% meiri afli en í september 2016.

Verðmæti botnfiskaflans var um 6 milljarðar króna og dróst saman um 13,1%. Af botnfisktegundum var verðmæti þorskaflans rétt rúmir 4 milljarðar sem er 10,5% minna en í sama mánuði ári fyrr. Aflaverðmæti uppsjávartegunda nam 4,2 milljörðum samanborið við 4,8 milljarða í september 2016 sem er 12,6% samdráttur. Verðmæti flatfiskafla var 595 milljónir króna sem er 5% minna en í september 2016. Verðmæti skelfiskafla dróst einnig saman á milli ára, nam 207,3 milljónum samanborið við 236,5 milljónir í september 2016.

Á 12 mánaða tímabili frá október 2016 til september 2017 nam aflaverðmæti úr sjó 109,3 milljörðum króna, sem er 20,8% samdráttur miðað við sama tímabil ári fyrr.

Verðmæti afla 2016–2017
Milljónir króna September Október-september
  2016 2017 % 2015–2016 2016–2017 %
             
Verðmæti alls 12.669,9 11.090,6 -12,5 137.998,8 109.298,8 -20,8
             
Botnfiskur 6.986,8 6.074,6 -13,1 97.569,1 74.530,4 -23,6
Þorskur 4.520,5 4.046,1 -10,5 60.198,9 48.181,8 -20,0
Ýsa 775,3 723,4 -6,7 9.990,1 7.779,0 -22,1
Ufsi 509,3 339,0 -33,4 8.909,1 5.951,5 -33,2
Karfi 855,7 777,3 -9,2 12.171,4 8.414,0 -30,9
Úthafskarfi 0,0 0,0 597,4 333,3 -44,2
Annar botnfiskur 326,0 188,9 -42,1 5.702,3 3.870,9 -32,1
Flatfisksafli 626,2 595,1 -5,0 9.935,7 7.573,6 -23,8
Uppsjávarafli 4.820,4 4.213,6 -12,6 26.772,2 24.833,9 -7,2
Síld 1.093,2 584,6 -46,5 5.701,5 5.587,6 -2,0
Loðna 0,0 0,0 4.947,9 6.709,4 35,6
Kolmunni 44,7 31,2 -30,2 5.549,1 3.712,5 -33,1
Makríll 3.682,5 3.597,8 -2,3 10.573,7 8.824,3 -16,5
Annar uppsjávarafli 0,0 0,0 0,1 0,0 -43,4
Skel- og krabbadýraafli 236,5 207,3 -12,4 3.721,7 2.360,9 -36,6
Humar 68,9 51,6 -25,1 926,1 805,1 -13,1
Rækja 121,6 90,0 -26,0 2.418,9 1.226,6 -49,3
Annar skel- og krabbadýrafli 46,0 65,7 42,7 376,7 329,3 -12,6
Annar afli 0,0 0,0 0,0 0,0

 

Deila: