Fjaran full af plasti

Deila:

Umræða um plastmengun sjávar fer hátt þessa dagana og þykir full ástæða til. Ýmsir vísindamenn telja að innan tiltölulega skamms tíma verði meira af plasti í hafinu en fiski, verði ekkert að gert.

Þetta er ansi svört mynd sem þarna er dregin upp og víst er að ástandið er mjög misjafnt eftir heimshlutum. Það vekur þá athygli að svokallað örplast skuli greinast með fram allri strönd Noregs, og þess hefur einnig orðið var hér.

Skýringin á miklu plasti í sjónum liggur að miklu leyti í því að plasti er hent í sjóinn, bæði af skipum og af landi auk þess sem fýkur á haf út. Hér áður fyrr þótti það ekkert tiltökumál þó úrgangi af skipum og veiðarfærarusli væri hent í sjóinn og á sumum stöðum á landinu var sorpi hreinlega sturtað í sjóinn. Langt er síðan slíkt var gert og skip og bátar eiga að koma með allan úrgang að landi.

Ástandið er misjafn víða um heim en þessi mynd sýnir svakalega plast- og ruslmengun á einni af þekktari baðströndum sælueyjarinnar Bali. Þar þarf greinilega að taka til hendinni. Það var engu líkara en 10.000 tonna flutningaskip að flytja jógúrtdollur hefði sokkið undan ströndinni.

Ljósmynd Hjörtur Gíslason.

Deila: